VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Eltingarleikur á Reykjanesbraut
Fimmtudagur 2. október 2003 kl. 11:51

Eltingarleikur á Reykjanesbraut

Lögreglumenn úr Keflavík veittu bifreið sem mæld var á 113 km. hraða á Reykjanesbraut eftirför í gærkvöldi, en grunur kom upp um fíkniefnamisferli. Ökumaður sinnti ekki merkjum lögreglu um að stöðva, en lögreglumenn náðu að stöðva bifreiðina eftir nokkurn eltingarleik. Við leit í bifreiðinni fundust 3 gr. Af hassi á ökumanni bifreiðarinnar sem er 18 ára gamall. Í bifreiðinni voru þrír farþegar, 25 ára gamall maður, 16 ára stúlka og 16 ára drengur og haft var samband við foreldra yngstu farþeganna.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25