Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Elsti íbúi Suðurnesja látin
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 19. desember 2023 kl. 11:07

Elsti íbúi Suðurnesja látin

Elsti íbúi á Suðurnesjum, María Arnlaugsdóttir, lést sunnudaginn, 102 ára gömul.

María var fædd í Reykjavík 19. júní 1921 en flutti til Keflavíkur rúmlega tvítug. Systkinin voru átta. Helgi bróðir hennar varð 96 ára og margir muna eftir Guðmundi bróður hennar, skólameistara og skákfrömuði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

María starfaði lengi í Sparisjóðnum í Keflavík og muna margir eftir henni þaðan. Hún hætti þar þegar hún var 73 ára.

María komst í fréttirnar í Víkurfréttum 29. desember 2020 þegar hún fékk fyrst íbúa á Suðurnesjum sprautu fyrir Covid-19.

Útför Maríu mun fara fram í kyrrþey.