Elsti íbúi Reykjanesbæjar látinn
Þórólfur Sæmundsson náði 100 ára aldri.
Þórólfur Sæmundsson, elsti íbúi Reykjanesbæjar, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hlévangi 23. nóvember, 100 ára að aldri.
Þórólfur fæddist í Brekkukoti, Óslandshlíð í Skagafirði, 19. október 1914. Hann var sonur Sæmundar Rögnvaldssonar sjómanns og Petreu A. Jóhannsdóttur ljósmóður. Hann ólst upp á Ólafsfirði en flutti til Keflavíkur árið 1942 og bjó þar síðan.
Þórólfur stofnaði útgerð og gerði út mótorbátinn Ver KE 45 ásamt Erlendi Siguðrssyni mági sínum og Sveinbirni Eiríkssyni. Hann var einn af stofnendum Útvegsmannafélags Suðurnesja árið 1963 og sat í varastjórn. Alkominn í land varð Þórólfur árið 1968 og starfaði fyrst hjá Olíusamlagi Keflavíkur en síðan sem bensínafgreiðslumaður hjá Essó á Aðalstöðinni.
Þórólfur var hress og ern fram eftir aldri og söng með Karlakór Keflavíkur til 93 ára aldurs og einnig með Eldey, kór eldriborgara. Hann var mikið fyrir útivist og fór í stangveiði á meðan heilsan leyfði.
Eiginkona Þórólfs var Guðrún Valgerður Sigurðardóttir, fædd í Keflavík 2. maí 1921, en hún lést 18. maí 2001. Þau eignuðust þrjá dætur: Sigríði, Petreu og Margréti, sem allar eru búsettar í Reykjanesbæ.
Þórólfur verður jarðsettur frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 12. des kl 13:00.