Elsa ráðin leikskólastjóri á Grænuborg
Arnbjörg Elsa Hannesdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Grænuborgar í Suðurnesjabæ og tekur við starfinu þann 1. september næstkomandi. Hún er leikskólakennari að mennt og hefur starfað sem aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Hjallatúni í Reykjanesbæ frá árinu 2015.
Elsa útskrifaðist með B.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún hefur starfað í leikskóla frá árinu 2002 og m.a. verið deildarstjóri, verkefnastjóri og aðstoðarleikskólastjóri. Hún hefur mikla reynslu af leikskólastarfi og hefur m.a. komið að stefnumótun og faglegri uppbyggingu leikskólastarfs.
Elsa ólst upp í Vogunum en hefur búið í Reykjanesbæ frá árinu 2001. Hún er gift Guðbergi Reynissyni og saman eiga þau fjögur börn.