Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Elsa ráðin leikskólastjóri á Grænuborg
Fimmtudagur 1. ágúst 2024 kl. 11:12

Elsa ráðin leikskólastjóri á Grænuborg

Arnbjörg Elsa Hannesdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Grænuborgar í Suðurnesjabæ og tekur við starfinu þann 1. september næstkomandi. Hún er leikskólakennari að mennt og hefur starfað sem aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Hjallatúni í Reykjanesbæ frá árinu 2015.

Elsa útskrifaðist með B.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún hefur starfað í leikskóla frá árinu 2002 og m.a. verið deildarstjóri, verkefnastjóri og aðstoðarleikskólastjóri. Hún hefur mikla reynslu af leikskólastarfi og hefur m.a. komið að stefnumótun og faglegri uppbyggingu leikskólastarfs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Elsa ólst upp í Vogunum en hefur búið í Reykjanesbæ frá árinu 2001. Hún er gift Guðbergi Reynissyni og saman eiga þau fjögur börn.