Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ellert Skúlason fagnar 50 ára starfsafmæli
Föstudagur 10. júní 2011 kl. 14:28

Ellert Skúlason fagnar 50 ára starfsafmæli

Ellert Skúlason fagnaði í dag 50 ára starfsafmæli sínu en hann hefur starfað samfleytt frá árinu 1961 við hin ýmsu verkefni. Í tilefni dagsins bauð Ellert samstarfsmönnum í gegnum tíðina ásamt vinum og vandamönnum til veglegs hádegisverðar að Mánagrund. Á boðstólnum var lambalæri með öllu tilheyrandi og það virtist leggjast vel í matargesti.

Fyrirtækið hefur komið við á ýmsum sviðum á þessum árum. Það hefur unnið að mörgum stórframkvæmdum, bæði í samstarfi við aðra verktaka og eins sjálfstætt.

Sem dæmi má nefna virkjanir, flugvallargerð, vegagerð, hafnargerð, jarðgöng, ýmsar almennar byggingaframkvæmdir, boranir og sprengingar.

VF-Myndir: Eyþór Sæm: Ellert ásamt konu sinni Elínu Guðnadóttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024