Ellert í fjölskyldustörfin – Kristján svarar Bylgjuviðtali við Ellert
Ellert Eiríksson hefur þegar tekið sér frí frá störfum í yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis. Fríið er hins vegar ekki til komið vegna kæru T-listans á hendur honum vegna vanhæfi. Heldur vegna þess að Ellert hyggst á næstunni helga sig fjölskyldunni. Á vefsíðu T-listans íu dag segir: „Ellert Eiríksson tók sér ekki frí frá störfum yfirkjörstjórnar fyrr en eftir að kæra T-listans barst inn á borð yfirkjörstjórnar. Ummælum Ellerts þess efnis að T-listinn hafi lagt fram kæruna í þeim eina tilgangi að vekja athygli á framboðinu vísar T-listinn til föðurhúsanna.“Forsvarsmenn T-lista Kristjáns Pálssonar, framboðs óháðra í Suðurkjördæmi, lögðu í gær fram kæru vegna setu Ellerts Eiríkssonar, fyrrverandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ, í yfirkjörstjórn. Kröfðust þeir að Ellert viki úr kjörstjórninni fyrir varamanni og hefur þeim orðið að ósk sinni.
,,Út af fyrir sig er hægt að kæra, mér finnst ekkert að kærunni, hins vegar eru þeir seinheppnir. Þeir hefðu nú aðeins getað talað við formann kjörstjórnar ef þeir vilja endilega losna við mig. En það snýst nú bara þannig að fyrir mánuði síðan þegar þessi yfirkjörstjórn hóf störf þá varð það að samkomulagi milli mín og formannsins, Karls Gauta, að frá og með deginum í gær tæki ég mér frí frá störfum í kjörnefndinni og varamaður minn sem á heima í Höfn í Hornafirði kæmi í staðinn. Forsendur fyrir þessu eru þær að konan mín er í háskólanámi og er í prófum í Háskólanum á Akureyri og ég mun sinna fjölskyldustörfum á meðan," segir Ellert Eiríksson.
Segir í kæru T-listans að Ellert hafi augljósa hagsmuni af því að hygla lista Sjálfstæðisflokksins þar sem hann var formaður kjörnefndar flokksins og fór þar fyrir í uppstillingu á lista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar.
Þá saka forsvarsmenn T-listans Ellert um óhlutdrægni og ódrengskap í störfum sínum innan kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og hafa misfarið með upplýsingar innan kjörnefndar.
Enn fremur er Ellert sakaður um að hafa beitt sér sérstaklega gegn Kristjáni Pálssyni innan kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í atkvæðagreiðslum. Telja T-listamenn Ellert vanhæfan til að sitja í yfirkjörstjórn vegna þess sem þeir nefna augljósra hagsmunatengsla.
Ellert vísar þessum ásökunum til föðurhúsanna og segir um að ræða órökstuddar dylgjur og róg. Segir Ellert einu raunverulegu ástæðuna kærunnar að auglýsa framboð T-listans.
Eftir viðtal við Ellert á Bylgjunni í hádeginu sem Vísir. is vitnar í var eftirfarandi birt á vefsíðu framboðs Kristjáns Pálssonar, www.xt.is:
Ellert í frí
„Ellert Eiríksson tilkynnti í morgun að hann væri kominn í frí frá störfum í yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis. Í viðtali við Ellert á Vísi.is kemur fram að hann hafi ákveðið að taka sér frí frá störfum fyrir um mánuði síðan til að helga sig fjölskyldu sinni. Staðreynd málsins er hins vegar sú að afsögn Ellerts kemur ekki fram fyrr en eftir að umboðsmenn T-listans afhentu kæru vegna setu hans í yfirkjörstjórn. Ellert Eiríksson sat þá tvo fundi yfirkjörstjórnar þar sem framboðslistar voru lagðir fram og úrskurðaðir og það þrátt fyrir að vitað væri að framboð T-listans kæmi fram sem afleiðing af störfum uppstillinganefndar D-listans í Suðurkjördæmi sem Ellert veitti forstöðu. Ellert var ritari yfirkjörstjórnar og bókaði móttöku kæru T-listans á fundi yfirkjörstjórnar þann 26. apríl sl. Það hlýtur því að skjóta skökku við að Ellert skuli draga að tilkynna þessa ákvörðun þar til daginn eftir að kæran barst. Staðreyndir málsins liggja ljósar fyrir, Ellert Eiríksson tók sér ekki frí frá störfum yfirkjörstjórnar fyrr en eftir að kæra T-listans barst inn á borð yfirkjörstjórnar. Ummælum Ellerts þess efnis að T-listinn hafi lagt fram kæruna í þeim eina tilgangi að vekja athygli á framboðinu vísar T-listinn til föðurhúsanna. Allir sem kynnt hafa sér málið eru sammála um að seta Ellerts í yfirkjörstjórn stangast á við stjórnsýslulög og almennt siðferði.“
,,Út af fyrir sig er hægt að kæra, mér finnst ekkert að kærunni, hins vegar eru þeir seinheppnir. Þeir hefðu nú aðeins getað talað við formann kjörstjórnar ef þeir vilja endilega losna við mig. En það snýst nú bara þannig að fyrir mánuði síðan þegar þessi yfirkjörstjórn hóf störf þá varð það að samkomulagi milli mín og formannsins, Karls Gauta, að frá og með deginum í gær tæki ég mér frí frá störfum í kjörnefndinni og varamaður minn sem á heima í Höfn í Hornafirði kæmi í staðinn. Forsendur fyrir þessu eru þær að konan mín er í háskólanámi og er í prófum í Háskólanum á Akureyri og ég mun sinna fjölskyldustörfum á meðan," segir Ellert Eiríksson.
Segir í kæru T-listans að Ellert hafi augljósa hagsmuni af því að hygla lista Sjálfstæðisflokksins þar sem hann var formaður kjörnefndar flokksins og fór þar fyrir í uppstillingu á lista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar.
Þá saka forsvarsmenn T-listans Ellert um óhlutdrægni og ódrengskap í störfum sínum innan kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og hafa misfarið með upplýsingar innan kjörnefndar.
Enn fremur er Ellert sakaður um að hafa beitt sér sérstaklega gegn Kristjáni Pálssyni innan kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í atkvæðagreiðslum. Telja T-listamenn Ellert vanhæfan til að sitja í yfirkjörstjórn vegna þess sem þeir nefna augljósra hagsmunatengsla.
Ellert vísar þessum ásökunum til föðurhúsanna og segir um að ræða órökstuddar dylgjur og róg. Segir Ellert einu raunverulegu ástæðuna kærunnar að auglýsa framboð T-listans.
Eftir viðtal við Ellert á Bylgjunni í hádeginu sem Vísir. is vitnar í var eftirfarandi birt á vefsíðu framboðs Kristjáns Pálssonar, www.xt.is:
Ellert í frí
„Ellert Eiríksson tilkynnti í morgun að hann væri kominn í frí frá störfum í yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis. Í viðtali við Ellert á Vísi.is kemur fram að hann hafi ákveðið að taka sér frí frá störfum fyrir um mánuði síðan til að helga sig fjölskyldu sinni. Staðreynd málsins er hins vegar sú að afsögn Ellerts kemur ekki fram fyrr en eftir að umboðsmenn T-listans afhentu kæru vegna setu hans í yfirkjörstjórn. Ellert Eiríksson sat þá tvo fundi yfirkjörstjórnar þar sem framboðslistar voru lagðir fram og úrskurðaðir og það þrátt fyrir að vitað væri að framboð T-listans kæmi fram sem afleiðing af störfum uppstillinganefndar D-listans í Suðurkjördæmi sem Ellert veitti forstöðu. Ellert var ritari yfirkjörstjórnar og bókaði móttöku kæru T-listans á fundi yfirkjörstjórnar þann 26. apríl sl. Það hlýtur því að skjóta skökku við að Ellert skuli draga að tilkynna þessa ákvörðun þar til daginn eftir að kæran barst. Staðreyndir málsins liggja ljósar fyrir, Ellert Eiríksson tók sér ekki frí frá störfum yfirkjörstjórnar fyrr en eftir að kæra T-listans barst inn á borð yfirkjörstjórnar. Ummælum Ellerts þess efnis að T-listinn hafi lagt fram kæruna í þeim eina tilgangi að vekja athygli á framboðinu vísar T-listinn til föðurhúsanna. Allir sem kynnt hafa sér málið eru sammála um að seta Ellerts í yfirkjörstjórn stangast á við stjórnsýslulög og almennt siðferði.“