Ellert Eiríksson sveitarstjóri í Garði?
Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hefur verið orðaður við stól sveitarstjóra í Garði á næsta kjörtímabili. Það eru Finnbogi Björnsson og framboðslisti Sjálfstæðismanna og annarra frjálslyndra sem hafa sett sig í samband við Ellert og kannað hug hans til málsins.Ellert staðfesti þetta í samtali við Víkurfréttir og upplýsti jafnframt að honum hafi verið boðið starf sveitarstjóra í fjórum sveitarfélögum á nýju kjörtímabili - en það ráðist að sjálfsögðu af úrslitum kosninga.
Ellert er vel kunnugur málum í Garði, enda var hann sveitarstjóri þar í átta ár. Hann lætur af starfi bæjarstjóra í Reykjanesbæ eftir kosningar í vor. Hann sagði að engin ákvörðun yrði tekin fyrr í einu eða neinu hvað þetta varðaði. Aðalatriðið væri að ljúka bæjarstjóraferli í Reykjanesbæ með sóma. Annað biði þess tíma. „Verði hins vegar eitthvað svona til umhugsunar fyrir mig þá kæmi ekkert annað til greina en Garðurinn. Ég er búsettur í Keflavík og hef ekkert annað í hyggju. Það hefur hins vegar ekkert farið leynt að ég hef fengið nokkur góð stjórnarformannsstörf sem ég mun sinna eftir bæjarstjórastarfið“, sagði Ellert en hann var kjörinn stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja hf. í gær en aðalfundur fyrirtækisins var haldinn í Eldborg í Grindavík.
Ellert er vel kunnugur málum í Garði, enda var hann sveitarstjóri þar í átta ár. Hann lætur af starfi bæjarstjóra í Reykjanesbæ eftir kosningar í vor. Hann sagði að engin ákvörðun yrði tekin fyrr í einu eða neinu hvað þetta varðaði. Aðalatriðið væri að ljúka bæjarstjóraferli í Reykjanesbæ með sóma. Annað biði þess tíma. „Verði hins vegar eitthvað svona til umhugsunar fyrir mig þá kæmi ekkert annað til greina en Garðurinn. Ég er búsettur í Keflavík og hef ekkert annað í hyggju. Það hefur hins vegar ekkert farið leynt að ég hef fengið nokkur góð stjórnarformannsstörf sem ég mun sinna eftir bæjarstjórastarfið“, sagði Ellert en hann var kjörinn stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja hf. í gær en aðalfundur fyrirtækisins var haldinn í Eldborg í Grindavík.