Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Ellert Eiríksson fyrsti heiðursborgari Reykjanesbæjar
    Ellert Eiríksson með hinum tveimur bæjarstjórum Reykjanesbæjar, Árni Sigfússyni og Kjartani Má Kjartanssyni. VF-myndir/pket.
  • Ellert Eiríksson fyrsti heiðursborgari Reykjanesbæjar
    Ellert með fjölskyldu sinni.
Þriðjudagur 17. maí 2016 kl. 18:13

Ellert Eiríksson fyrsti heiðursborgari Reykjanesbæjar

Ellert Eiríksson, fyrsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar var í dag útnefndur fyrsti heiðursborgari bæjarfélagsins. Útnefningin fór fram á 500. fundi Reykjanesbæjar. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri afhenti Ellerti blóm og skjal af þessu tilefni.

Ellert byrjaði snemma við hin ýmsu störf í Keflavík, rakaði ungur grjót og var m.a. bæjarverkstjóri áður en hann varð sveitarstjóri í Gerðahreppi 1982 til 1990. Ellert varð fyrsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar eftir sameininguna árið 1994 en hann hafði þá verið bæjarstjóri Keflavíkur frá árinu 1990.

Ég held að stærsta málið sem kom að á mínum ferli sem bæjarstjóri og sveitarstjórnarmaður hafi verið sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna í sveitarfélagið Reykjanesæ. Það var góð ákvörðun og hefur marg sannað sig,“ sagði Ellert.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ellert með bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á 500. fundinum, f.v. Árni Sigfússon, Ellert, Ingigerður Sæmundsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Böðvar Jónsson.