Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ellefu slösuðust í hörðum árekstri á Fitjum
Mánudagur 22. maí 2006 kl. 17:17

Ellefu slösuðust í hörðum árekstri á Fitjum

Ellefu manns slösuðust í hörðum árekstri á gatnamótum Stekks og Reykjanesbrautar rétt eftir hádegi í dag.

Sendiferðabíll með sjö manns innanborðs kom úr vesturátt og beygði inn Stekk, en jeppi sem kom úr austurátt með fjóra innanborðs beygði sömuleiðis þar inn og lentu þeir saman. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað á vettvang og barst einnig liðsauki frá Keflavíkurflugvelli og Grindavík. Þá var slökkvilið Hafnarfjarðar í viðbragðsstöðu.

Tækjabíll BS var kallaður á staðinn þar sem beita þurfti klippum við að ná fólki út úr sendiferðabílnum. Flestir hinna slösðuð voru fluttir til aðhlynningar á HSS með háls og bakáverka en tveir voru meira slasaðir og fluttir til Reykjavíkur.

VF-myndir/Þorgils

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024