Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ellefu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ
Sjálfstæðismenn verða með prófkjör laugardaginn 26. febrúar. Kosið verður á Réttinum, Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 23. febrúar 2022 kl. 14:38

Ellefu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ

Ellefu manns taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fram fer laugardaginn 26. febrúar nk. Margrét Sanders, oddviti flokksins er ein sem býður sig fram í efsta sæti en mikið er af nýju fólki sem gefur kost á sér.

Meðal sex efstu frambjóðendanna frá 2018 eru aðeins tveir sem bjóða krafta sína áfram en auk Margrétar býður Anna S. Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi sig fram í 2.-3. sæti. Guðbergur Reynisson og Eyjólfur Gíslason bjóða sig báðir fram í 2. sætið, Helga Jóhanna Oddsdóttir sækist eftir 3. sæti og Alexander Ragnarsson 3.-4. sæti. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðrir frambjóðendur eru Eiður Ævarsson (4. sæti), Gígja S. Guðjónsdóttir (4. sæti), Birgitta Rún Birgisdóttir (5. sæti), Steinþór Jón Gunnarsson (5. sæti) og Guðni Ívar Guðmundsson (6. sæti).

Sjálfstæðisflokkurinn var með 22,9% atkvæða í síðustu kosningum og hlaut 3 bæjarfulltrúa. Flokkurinn hefur síðustu tvö kjörtímabil verið í minnihluta í bæjarstjórn en var þrjú kjörtímabil þar á undan með hreinan meirihluta undir stjórn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra. Síðan þarf að leita allt til kjörtímabilsins 1986-1990 þegar sjálfstæðismenn voru ekki í meirihluta.  

Sveitarstjórnarkosningar verða 14. maí. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ríða á vaðið í undirbúningi kosninga og eru fyrstir til að ákveða röð á lista sem þeir gera nær undantekningarlaust með prófkjöri.

Í frétt í blaði vikunnar vantaði nafn Birgittu Rúnar Birgisdóttur sem sækist eftir 5. sæti. Er beðist velvirðingar á því.