Atnorth
Atnorth

Fréttir

Ellefu ára með loftbyssu
Sunnudagur 25. júlí 2004 kl. 17:45

Ellefu ára með loftbyssu

Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni í Keflavík, en töluvert hefur verið að gera frá því í morgun. Loftbyssa var tekin af 11 ára gömlum dreng í dag þar sem hann var að skjóta út í loftið, en meðhöndlun slíkra gripa er stranglega bönnuð. Um hádegi var tilkynnt um innbrot í mannlausa bifreið á Sandgerðisvegi þar sem geislaspilara og þremur veiðistöngum var stolið.
Fjórir ökumenn hafa verið teknir fyrir ölvunarakstur á Suðurnesjum í dag. Um sjöleytið í morgun var einn stöðvaður og tveimur tímum síðar voru tveir stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur. Rét eftir klukkan tvö í dag var ökumaður stöðvaður grunaður um ölvun við akstur og var hann einnig ökuréttindalaus.
Bílakjarninn
Bílakjarninn