Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ella eða Elle?
Föstudagur 25. nóvember 2011 kl. 09:39

Ella eða Elle?

Elle með svörtum stöfum á hvítum fleti. Ella með hvítum stöfum á svörtum fleti. Elle eða Ella. Er munur? Það finnst forsvarsmönnum heimsfræga tískutímaritsins Elle ekki og hafa lögmenn þess gert athugasemdir við að Elínrós Líndal öðlist einkarétt á merkinu Ella. Elínrós er kölluð Ella og hannar ásamt fleirum fata-, skartgripa- og ilmvatn undir þessu merki.

Elínrós Líndal er stofnandi framleiðslufyrirtækisins Ella er fædd og uppalin í Keflavík til 7 ára aldurs en segist í samtali við VF í sumar alltaf líta á sig sem Keflvíking. „Ég hef alltaf verið með annan fótinn hér, ég ólst að hluta til upp hjá ömmu minni og afa; þeim Fjólu Eiríksdóttur og Haraldi Línal á Framnesveginum og á því margar góðar minningar síðan þá. Nú eru þau bæði fallin frá en hluti af fjölskyldunni býr hér ennþá og erum við afar samrýmd sem er gott. Ég hef gríðalega sterkar taugar til Keflavíkur - hér býr yndislega hlýlegt og gott fólk og veit ég fátt skemmtilegra en að koma hér við þrátt fyrir að ég verði að viðurkenna að eftir fráfall ömmu hafa heimsóknunum fækkað töluvert.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Elínrós segir í samtali við Fréttatímann engar sérstakar tilfinningar hafa myndast þegar hún frétti af athugasemd Elle. „Ekki aðrar en þær að ég yrði að vernda og berjast fyrir eigin vörumerki sem er sjálfsagt viðbúið þegar þú reynir að ná árangri og eftir þér er tekið.“

„Umboðsskrifstofur sjá um að vakta merki erlendra og láta vita ef þeir telja að eitthvað gæti skarast á við önnur vörumerkið,“ segir hún. „Þeim þykir merki Ellu einfaldlega of líkt merkinu sínu.“ Málið sé í ferli, athugasemdir berist fram og til baka og ljóst að engin niðurstaða fæst fyrir áramót og óljóst um frekari fresti þá. Elínrós getur notað merkið sitt þar til úrskurður falli og áfram falli hann henni í vil. Verði annar hvor deilenda ósáttur geti hann áfrýjað úrskurðinum til Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda hjá efnhags- og viðskiptaráðuneytinu.

Ella hefur vakið mikla athygli og kallar hönnun sína Ella by El úti í löndum, til aðgreiningar frá allt annarri Ellu. Spurð hve viðbrögð hennar verði fái hún ekki að nota nafnið segir hún: „Við skoðum það þegar úrskurðað verður í málinu. Ég hef engar áhyggjur af þessu máli enda er Elle fornafn sem merkir hún, en Ella gælunafn mitt.“

Fréttatíminn greindi frá.

Myndir: Elínrós stendur fyrir miðju á efri myndinni en svo má sjá vörumerki hennar að neðan.