Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Éljagangur og kalt í dag
Sunnudagur 28. mars 2004 kl. 10:31

Éljagangur og kalt í dag

Klukkan 9 var vestlæg átt á landinu, víða 10-15 m/s. Él um landið vestanvert, snjókoma við norðausturströndina, annars hálfskýjað og úrkomulaust. Hlýjast var 2 stiga hiti á Núpi á Berufjarðarströnd, en kaldast 5 stiga frost á Þingvöllum.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðvestlæg átt, 8-15 m/s og él, en léttir til norðaustan- og austanlands. Lægir talsvert með kvöldinu, fyrst norðvestantil. Hiti kringum frostmark.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024