Miðvikudagur 5. janúar 2005 kl. 08:58
Éljagangur og hvassviðri fram á kvöld
Klukkan 6 var vestlæg átt, víða allhvöss og él, en hægari vindur austantil á landinu. Hiti var frá 4 stigum í Seley niður í 5 stiga frost á Ólafsfirði.
Veðurhorfur næsta sólarhring: Vestlæg átt, 10-18 m/s og éljagangur. Vægt frost. Lægir í kvöld og nótt.