Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Éljagangur í kvöld
Miðvikudagur 20. febrúar 2008 kl. 09:04

Éljagangur í kvöld

Við Faxaflóa er spáð vaxandi suðaustanátt, 10-15 m/s og slydda eða rigning um hádegi, en snýst í norðvestan 8-15 með éljum undir kvöld. Lægir á morgun. Hiti kringum frostmark, en 0 til 5 stig að deginum.
Spá gerð: 20.02.2008 06:36. Gildir til: 21.02.2008 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Vestlæg átt, 5-15 m/s, hvassast syðst. él sunnan- og vestanlands, en annars skýjað með köflum. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.

Á laugardag:
Gengur í hvassa austanátt með snjókomu eða slyddu suðaustantil, en mun hægari breytileg átt og stöku él annars staðar. Hlánar við suðausturströndina.

Á sunnudag:
Suðvestlæg átt og él, en bjartviðri norðan- og austanlands. Talsvert frost víðast hvar.

Á mánudag:
Útlit fyrir stífa austanátt með slyddu eða rigningu, einkum sunnanlands. Hlánar.

Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt með slydduéljum og kólnar.
Spá gerð: 20.02.2008 08:41. Gildir til: 27.02.2008 12:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024