Éljagangur í dag
Veðursofan spáir suðvestanátt, 13-18 m/s vestantil en annars 8-13 m/s á landinu í dag. Í kvöld bætir heldur í vind og aðra nótt verður suðvestan 13-18 m/s suðvestanlands en 8-15 m/s annars staðar á landinu. Éljagangur verður um sunnan- og vestanvert landið í dag en bjartviðri norðan- og norðaustantil. Hiti verður frá frostmarki upp í 6 stig.