Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Éljagangur
Fimmtudagur 17. mars 2011 kl. 09:21

Éljagangur

Suðvestanátt á landinu, 8-15 m/s og éljagangur, en bjart A-lands. Dregur úr vindi seinnipartinn og í kvöld, en hvessir aftur á morgun með éljum einkum V-lands. Frost 1 til 10 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur, en hægari undir hádegi. Gengur í vestan 8-15 síðdegis á morgun. Frost 1 til 4 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Vestlæg átt, 8-15 m/s, hvassast V-lands, en hægari seinnipartinn. Él, en úrkomulítið A-lands. Frost 1 til 10 stig, minnst syðst.

Á laugardag:
Suðvestan 5-10 og slydda eða rigning S- og A-lands og hiti 0 til 5 stig, en annars fremur hæg norðlæg átt og dálítil snjókoma og frost 1 til 8 stig.

Á sunnudag:
Suðvestan 8-13 og rigning eða slydda við SA-ströndina, en annars hægari norðlæg átt og víða snjókoma eða él. Hiti svipaður, en lægir og styttir víða upp seinnipartinn og kólnar.

Á mánudag:
Gengur í stífa suðlæg átt með talsverðri rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en norðaustlæg átt NV-lands og snjókoma og minnkandi frost.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með með skúrum eða éljum og hiti kringum frostmark.

Á miðvikudag:
Líklega suðlæg átt með vætu og hlýnandi um tíma.