Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Elíza Newman í 15. sæti vinsældarlista Rásar 2
Þriðjudagur 4. ágúst 2015 kl. 09:28

Elíza Newman í 15. sæti vinsældarlista Rásar 2

Nýjasta lag Elízu Newman, Fagurgalinn, fór beint í 15. sæti vinsældarlista Rásar 2 þegar lagið kom út um miðjan júlí sl. Lagið hefur fengið góðar viðtökur sem sést best á því að lagið er enn í 15. sæti á nýjasta vinsældarlista Rásar 2 sem gildir fyrir síðustu viku. 
 
Lagið Fagurgalinn er annað lagið sem kemur út af fjórðu sóló breiðskífu Elízu, Straumhvörf, sem kemur út seinna á árinu. Elíza er með laginu Fagurgalinn, aftur komin í rokkbuxurnar í líkingu við það sem hún gerði áður með hljómsveitinni Kolrössu Krókríðandi. Hljómsveitin kom einmitt fram á vel heppnuðum endurkomutónleikum þann 17. júní sl. og á hátíðartónleikum í Hörpu 19. júní.
 
Vinsældarlisti Rásar 2 er í fríi þessa vikuna en spennandi verður að sjá hvort lagið Fagurgalinn muni hækka sig á listanum þegar nýr verður gefinn út í næstu viku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024