Eldvörp, Sýlingafell og Móhálsadalur sýna ekki merki um kviku
Eftir fund í dag var almennur skilningur á meðal jarðvísindamanna að svæðin Eldvörp, Sýlingafell og Móhálsadalur sýndu ekki merki um kviku, segir í færslu frá Eldfjallafræði og náttúruvárhópi Háskóla Íslands á Facebook.
„Því tökum við bara Fagradalssvæðis inn í rennslislíkindareikningana í dag. Svæðið er ennþá stórt og hugsanleg staðsetning eldsuppkomu er því dreift jafnt innan þess. Af þeim sökum er umfang mögulegra rennslisleiða hrauna meira en það myndi vera í raun. Líklegustu rennslisleiðir hrauns ef til goss kemur innan svæðisins er til suðurs í áttina að Suðurstrandavegi. Möguleiki er á hrauntaum niður að Kúabót við Reykjanesbraut, þó líkurnar á því séu litlar,“ segir í færslunni á Facebook.