Eldvarnir á Vatnsleysuströnd
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja gerði víðreist í síðustu viku. Liðið heimsótti íbúa á Vatnsleysuströnd og fóru yfir brunavarnir með þeim. Fóru yfir ástand reykskynjara og slökkvitækja og svöruðu spurningum húsráðenda.Jón Guðlaugsson, varaslökkviliðsstjóri B.S., sagði að þeir stefndu á að gera þetta að árlegum viðburði. „Ég tel mikilvægt að fólk á þessu svæði sé meðvitað um eldvarnir og sjálfbjarga því hjálpin tekur e.t.v. einhvern tíma að berast þar sem töluverður spotti er á milli Keflavíkur og Vatnsleysustrandar. Ég held að þetta sé gott og þarft verk og við ætlum okkur að halda þessu verkefni áfram“, sagði Jón Guðlaugsson.