Eldurinn mestur þar sem netavinna var
Eldsupptök í stórbrunanum í Sandgerði eru enn ókunn að sögn Jóhanns Jenssonar, rannsóknarlögreglumanns í Lögreglunni í Keflavík. ,,Við höfum fengið aðstoð tæknideildar Lögreglunnar í Reykjavík við að rannsaka vettvanginn og þeim störfum er að mestu lokið. Fólk hefur verið yfirheyrt. Það er enn engin niðurstaða komin, við erum enn að rannsaka málið," segir Jóhann.Í húsinu sem brann var áður fiskverkun á vegum Jóns Erlingssonar. Í dag er byggingin hins vegar í eigu sonar Jóns. Í húsinu er nú engin vinnsla. Aftur á móti er þar rekin bónstöð, leigðar út frystigeymslur og þar er aðstaða til netavinnu.
Að sögn Jóhanns er húsið svo gott sem ónýtt eftir brunann. Aðspurður segist hann ekki vita hvort einhverjir hafi verið í húsinu daginn fyrir nóttina þegar eldurinn kom upp. Svo virðist sem eldsupptökin hafi verið fyrir miðju húsinu þar sem netavinnan var staðsett.
Húsið sem brann er tæpir 2.000 fermetrar. Brunabótamat þess er 170 milljónir króna. Það var tryggt hjá Tryggingamiðstöðinni.
Fréttablaðið greinir frá í dag.
Að sögn Jóhanns er húsið svo gott sem ónýtt eftir brunann. Aðspurður segist hann ekki vita hvort einhverjir hafi verið í húsinu daginn fyrir nóttina þegar eldurinn kom upp. Svo virðist sem eldsupptökin hafi verið fyrir miðju húsinu þar sem netavinnan var staðsett.
Húsið sem brann er tæpir 2.000 fermetrar. Brunabótamat þess er 170 milljónir króna. Það var tryggt hjá Tryggingamiðstöðinni.
Fréttablaðið greinir frá í dag.