Eldur við metanólverksmiðjuna í Svartsengi
Eldur kom upp í metanólverksmiðju CRI í Svartsengi síðdegis í gær. Slökkvilið Grindavíkur var kallað út. Loka þurfti Grindavíkurvegi í stutta stund vegna brunans. Eldurinn var hins vegar slökktur á skömmum tíma og urðu engar skemmdir vegna hans.
Það var starfsmaður verksmiðjunnar sem kom auga á lítinn eld við tank verksmiðjunnar. Hann skrúfaði fyrir súrefni og setti öryggiskerfi á stað. Eldurinn slokknaði eftir að búið var að skrúfa fyrir súrefnið og þar með var hættu afstýrt.
Ekkert tjón varð á verksmiðjunni og er hún komin í eðlilegan rekstur á ný. Lögregla rannsakar atvikið.