Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Eldur út frá sprittkerti
  • Eldur út frá sprittkerti
    Myndir frá vettvangi í Vogum. VF-myndir: Hilmar Bragi
Föstudagur 14. febrúar 2014 kl. 15:06

Eldur út frá sprittkerti

Eldur  kom nýverið  upp í íbúðarhúsnæði í Vogum, eftir að kertalogi barst í skreytingu. Þegar lögregluna á Suðurnesjum bar að var húsráðandi kominn út ásamt tveimur börnum sínum, en búið var að slökkva eldinn.  Húsráðandi skýrði lögreglu svo frá að logandi sprittkerfi hefði verið inni í baðherbergi, en viðkomandi var sjálfur með börnum sínum frammi í stofu.

Skyndilega heyrðist hvellur og var þá kominn upp eldur inni á baðherberginu. Hafði húsráðandinn látið sprittkertið ofan á vaxkerti, sem hitnaði og bráðnaði niður þannig að eldurinn barst í skreytinguna. Ekki urðu miklar skemmdir, en reykur og sót voru í baðherberginu og hafði reykurinn borist um húsnæðið.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024