Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Eldur út frá rafmagni
    Lögregla og slökkvilið á vettvangi brunans í Innri Njarðvík í gærkvöldi. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Eldur út frá rafmagni
    Lögregla og slökkvilið á vettvangi brunans í Innri Njarðvík í gærkvöldi.
Þriðjudagur 16. ágúst 2016 kl. 09:28

Eldur út frá rafmagni

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Tjarnabraut í Innri Njarðvík í gærkvöldi. Húsráðendum tókst ekki að slökkva eldinn og var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað til.

Eldurinn var minniháttar og slökktu slökkviliðsmenn hann og reykræstu svo íbúðina. Hún var ekki íbúðarhæf eftir brunann og þurfti fjölskyldan, hjón með tvö börn, að gista á öðrum stað í nótt.

Grunur er um að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum ferð með rannsókn málsins.

Myndir eru frá vettvangi slökkvistarfs í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024