Eldur undir vélarhlíf bifreiðar
 Eldur kom upp undir vélarhlíf Toyota bifreiðar á bifreiðastæði við Biðskýlið í Njarðvík nú fyrir um 5 mínútum síðan. Menn hlupu til og fengu lánuð slökkvitæki í nálægum fyrirtækjum og tók skamma stund að slökkva eldinn. Samkvæmt upplýsingum frá Sigmundi Eyþórssyni slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja er eldurinn af völdum rafmagns en rafgeymir var rangt tengdur í bifreiðinni.Tjónið á bílnum er talsvert.
Eldur kom upp undir vélarhlíf Toyota bifreiðar á bifreiðastæði við Biðskýlið í Njarðvík nú fyrir um 5 mínútum síðan. Menn hlupu til og fengu lánuð slökkvitæki í nálægum fyrirtækjum og tók skamma stund að slökkva eldinn. Samkvæmt upplýsingum frá Sigmundi Eyþórssyni slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja er eldurinn af völdum rafmagns en rafgeymir var rangt tengdur í bifreiðinni.Tjónið á bílnum er talsvert.Myndin: Frá slökkvistarfi nokkrum sekúndum eftir að eldurinn kom upp. VF-mynd: Hilmar Bragi

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				