Eldur og sprengingar
Síðdegis í gær var kveikt í ruslatunnu við geymsluskúr gæsluvallarins við Ásabraut í Keflavík. Mikill eldur logaði í tunnunni, sem hafði verið komið fyrir við einn vegg skúrsins. Eldur var að læsa sig í veggin þegar hann var slökktur.
Þá var timburveggur að ruslageymslu við fjölbýlishús við Heiðarhvamm í Keflavík sprengdur með heimatilbúnum kínverjum. Talsvarðar skemmdir á veggnum.