Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur laus í Leifsstöð
Mánudagur 18. júlí 2011 kl. 13:46

Eldur laus í Leifsstöð

Nú rétt í þessu voru að berast þær fréttir að eldur sé laus í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mikill reykur er á efri hæð byggingarinnar en talið er að eldurinn hafi kviknað fyrir utan Nord veitingastaðinn.

Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni en mikil gúmmí-lykt fyllir flugstöðina að sögn starfsmanns sem Víkurfréttir náðu tali af. Slökkvilið er búið að slökkva eldinn eftir því sem best er vitað en nú stendur yfir reykhreinsun.

Nú stendur yfir rýming í flugstöðinni en við munum koma með nánari fréttir þegar þær berast.

Myndir: Efri mynd af vettvangi Eyþór Sæmundsson fyrir VF og neðri myndin barst okkur innan úr flugstöð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024