Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur laus í íbúð: Rannsókn beinist m.a. að hugsanlegu innbroti
Fimmtudagur 1. febrúar 2007 kl. 16:38

Eldur laus í íbúð: Rannsókn beinist m.a. að hugsanlegu innbroti

Miklar skemmdir urðu í eldsvoða í húsi við Kirkjuteig í Keflavík fyrr í dag.  Slökkivilið Brunavarna Suðurnesja var ásamt lögreglu kallað að húsinu  í nú á fjórða tímanum. Talsverður eldur var laus í íbúð á annarri hæð og náði hann að teygja sig upp í ris. Þar logaði hann útum þakglugga um tíma en slökkviliðsmönnum tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann komst í þakið. Enginn var heima þegar eldurinn kom upp en rannsókn lögreglu beinist m.a. að því hvort brotist hafi verið inn í húsið.

 

Mynd: Frá vettvangi nú áðan. VF-mynd: elg

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024