Eldur kviknaði í veiðihúsi Stangaveiðifélags Keflavíkur
Eldur kviknaði í veiðihúsi Stangaveiðifélags Keflavíkur við Geirlandsá rétt utan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið aðfaranótt sunnudags. Tvær fjölskyldur, með tvö ungabörn, tveggja ára og ársgamalt, komust út úr húsinu skömmu eftir að eldsins varð vart. Fjölskyldufólkið fann fyrir særindi í hálsi.
Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá kolagrilli sem var við vestur gafl hússins. Veiðihúsið sem er úr timbri er mikið skemmt og gaflinn þar sem eldurinn kom upp er algerlega ónýtur að sögn Gunnars J. Óskarssonar, formann Stangaveiðifélags Keflavíkur. Einnig eru töluverðar skemmdir sökum reyks og sóts sem barst um húsið.
„Það var sannkallað lán í óláni að eldurinn kviknaði í þessum enda hússins. Þar er búningageymslan, þar sem geymdar eru vöðlur og annað auk salernisaðstöðu og fleira. Svefnherbergin eru staðsett í annarri álmu í húsinu, sem er um 60 fermetrar,“ sagði Gunnar J.
Áætlað er að matsmaður fari um húsið í kvöld eða á morgun og verður þá hægt að meta hversu mikið tjón varð af. Víst er að húsnæðið verður ekki tekið í notkun fyrr en í haust. „Það er allt full bókað hjá okkur en við erum að útvega húsnæði fyrir þá sem áttu bókað og höfum aðstöðu fyrst um sinn á Fossálum,“ sagði Gunnar J.
Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá kolagrilli sem var við vestur gafl hússins. Veiðihúsið sem er úr timbri er mikið skemmt og gaflinn þar sem eldurinn kom upp er algerlega ónýtur að sögn Gunnars J. Óskarssonar, formann Stangaveiðifélags Keflavíkur. Einnig eru töluverðar skemmdir sökum reyks og sóts sem barst um húsið.
„Það var sannkallað lán í óláni að eldurinn kviknaði í þessum enda hússins. Þar er búningageymslan, þar sem geymdar eru vöðlur og annað auk salernisaðstöðu og fleira. Svefnherbergin eru staðsett í annarri álmu í húsinu, sem er um 60 fermetrar,“ sagði Gunnar J.
Áætlað er að matsmaður fari um húsið í kvöld eða á morgun og verður þá hægt að meta hversu mikið tjón varð af. Víst er að húsnæðið verður ekki tekið í notkun fyrr en í haust. „Það er allt full bókað hjá okkur en við erum að útvega húsnæði fyrir þá sem áttu bókað og höfum aðstöðu fyrst um sinn á Fossálum,“ sagði Gunnar J.