Eldur kviknaði í bíl á Reykjanesbraut
Eldur kviknaði í bíl vestan við Kúagerði á Reykjanesbraut um klukkan tvö í dag. Eldurinn kom upp er bíllinn var á ferð og var aðeins ökumaður einn í bílnum. Honum tókst að forða sér út úr bílnum og slasaðist ekki. Slökkvilið kom á vettvang og var bíllin alelda, en vel gekk að slökkva eldinn. Morgunblaðið á Netinu greinir frá þessu.