Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur kom upp í fiskeldi við Hafnir
Frá vettvangi slökkvistarfsins í kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 11. janúar 2016 kl. 19:20

Eldur kom upp í fiskeldi við Hafnir

Eldur hefur komið upp í fiskeldi Stofnfisks við Kalmanstjörn við Hafnir. Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins sem var ekki ýkja mikill. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað til og náði að slökkva eldinn á skömmum tíma.

Stofn­fisk­ur fram­leiðir laxa­hrogn m.a. í Vog­um á Vatns­leysu­strönd og á Kalm­an­stjörn. Meðfylgjandi er mynd frá vettvangi sem ljósmyndari Víkurfrétta tók fyrir skömmu. Myndskeiðið hér að neðan var einnig tekið á vettvangi brunans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024