Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í vörubíl við Bláalónsveg í dag
Föstudagur 31. maí 2002 kl. 19:05

Eldur í vörubíl við Bláalónsveg í dag

Um þrjúleytið í dag var slökkvilið Grindavíkur kallað út vegna elds í vörubíl sem var við vinnu á Bláalónsvegi vestan Þorbjarnar, en þar er verið að undirbúa veginn undir lagningu slitlags.
Þegar slökkviliðið kom á staðinn var lítill eldur í einangrun undir húsinu á bílnum og voru starfsmenn búnir að nota handslökkvitæki og var slökkvistarfi nánast lokið þegar slökkvilið Grindavíkur kom á staðinn.
Eldurinn kveiknaði þegar olíuslanga gaf sig og sprautaðist á heita vél vörubílsins, litlar skemmdir urðu á bílnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024