Eldur í vörubíl á Reykjanesbraut
Eldur logaði í vörubíl á Reykjanesbraut fyrir stundu, en lögreglunni í Keflavík barst tilkynning um atburðinn. Svo virðist sem ökumaður vörubílsins hafi ekki orðið eldsins vart þegar hann kviknaði því ökumenn annarra bíla á Reykjanesbraut reyndu að gera honum viðvart. Logaði þá eldur undir vélarhlíf bílsins. Lögregla og slökkvilið fóru á staðinn og var vörubílnum lagt í vegarkantinn rétt við Vogaafleggjara þegar lögregla kom að honum. Ökumaður bílsins var ekki á staðnum, en greinilegt var að duftslökkvitæki hafði verið notað til að slökkva eld undir vélarhlíf bílsins.
Myndin: Slökkviliðs- og lögreglumenn huga að vörubílnum á Reykjanesbraut fyrir stundu. Greinilegt var að duftslökkvitæki hafi verið notað til að slökkva eld undir vélarhlífinni. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Myndin: Slökkviliðs- og lögreglumenn huga að vörubílnum á Reykjanesbraut fyrir stundu. Greinilegt var að duftslökkvitæki hafi verið notað til að slökkva eld undir vélarhlífinni. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.