Eldur í viftu á baðherbergi
Eldur kom upp í viftu á baðherbergi í íbúð í fjölbýlishúsi við Fífumóa í Njarðvík um kl. 19 í kvöld. Þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á staðinn var íbúi í húsinu búinn að tæma úr slökkvitæki á eldinn. Það kom því í hlut slökkviliðsins að reykræsta íbúðina.
Að sögn slökkviliðsmanna á vettvangi var talsverður hiti þar sem eldurinn kom upp og minnstu mátti muna að illa færi. Skjótum viðbrögðum íbúans með slökkvitækið má þakka að ekki fór verr.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson