Eldur í verslunarhúsnæði í Grindavík
Töluverðar skemmdir urðu þegar eldur kom upp verslunarhúsnæði byggingavöruverslunarinnar Bláfells við Hafnargötu í Grindavík í nótt. Tilkynnt var um eldinn klukkan hálftvö. Slökkviliðið í Grindavík slökkti eldinn á skömmum tíma. Ekki er vitað um eldsupptök.Beðið verður birtingar áður en málið verður rannsakað og aðstæður kannaðar.
VF-ljósmynd: Töluverðar skemmdir eru eftir eldssvoðan.
VF-ljósmynd: Töluverðar skemmdir eru eftir eldssvoðan.