Eldur í verslun Samkaupa í Njarðvík
Eldur kom upp á svölum við mötuneyti starfsfólks í verslun Samkaupa í Njarðvík þegar klukkuna vantaði um fjórðung í þrjú í dag. Það voru vegfarendur sem tilkynntu eldinn til slökkviliðs en starfsfólki verslunarinnar var einnig gert viðvart.Glóð frá tóbaki er talin hafa valdið brunanum sem varð í rusladalli á svölunum. Að sögn Guðjóns Stefánssonar, framkvæmdastjóra Samkaupa, er tóbaksglóðin talin líklegasti íkveikjuvaldurinn, en lögregla fer með rannsókn málsins.
Á meðfylgjandi mynd ráðast starfsmenn Samkaupa gegn eldinum með handslökkvitæki að vopni. VF-mynd: Hilmar Bragi
Á meðfylgjandi mynd ráðast starfsmenn Samkaupa gegn eldinum með handslökkvitæki að vopni. VF-mynd: Hilmar Bragi