Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í útvegg við Grjótás
Slökkvibifreið á vettvangi brunans við Grjótás í Reykjanesbæ.
Miðvikudagur 2. ágúst 2017 kl. 00:41

Eldur í útvegg við Grjótás

Eldur kom upp í klæðningu á útvegg einbýlishúss við Grjótás í Reykjanesbæ á áttunda tímanum á þriðjudagskvöld. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögreglumenn fóru á vettvang.
 
Þegar slökkvilið kom á vettvang var farið að rjúka úr þakskeggi hússins og eldur var innan við klæðningu á útvegg. Eldurinn var fljótlega slökktur en rjúfa þurfti gat á vegg til að komast að glóð.
 
Eldsupptök eru til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024