Eldur í „stubbahúsi”
Í ljós hefur komið að eldur sem kom upp í skúr á Ásbrú nú fyrir hádegið var af völdum logandi sígarettu. Utan við skúrinn stendur fólk gjarnan og reykir. Á skúrnum eru tvö göt og hafa reykingamenn greinilega litið á skúrinn sem stubbahús og tamið sér að henda sígarettum inn um götin. Logandi sígaretta hefur lent á tjörupappa í skúrnum svo eldur hlaust af, samkvæmt upplýsingum frá BS. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Tengd frétt:
Gengur brennuvargur laus?