Eldur í stakkageymslu Breka KE
Eldur kom upp í stakkageymslu skuttogarans Breka KE í kvöld. Skipið var staðsett í Njarðvíkurhöfn. Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út á níunda tímanum í kvöld og fóru reykkafarar niður í skipið og náðu fljótt tökum á eldinum, að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja.
Eldurinn mun hafa verið mikill og skemmdir í stakkageymslunni eru umtalsverðar. Að sögn Jóns Guðlaugssonar, aðstoðarslökkviliðsstjóra á vettvangi, mátti litlu muna að illa færi, en slökkviliðið náði að ráða niðurlögum eldsins áður en hann náði að dreifa sér um skipið.
Myndin: Frá Njarðvíkurhöfn í kvöld. Slökkvilið á vettvangi. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Eldurinn mun hafa verið mikill og skemmdir í stakkageymslunni eru umtalsverðar. Að sögn Jóns Guðlaugssonar, aðstoðarslökkviliðsstjóra á vettvangi, mátti litlu muna að illa færi, en slökkviliðið náði að ráða niðurlögum eldsins áður en hann náði að dreifa sér um skipið.
Myndin: Frá Njarðvíkurhöfn í kvöld. Slökkvilið á vettvangi. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson