Eldur í sorpgeymslu í Njarðvík
Eldur kom upp í sorptunnu í sorpgeymslu við Tjarnabraut í Njarðvík um miðjan dag í dag. Íbúi í húsinu varð var við brunalykt og náði tunnunni út úr sorpgeymslunni og slökkti eldinn með slökkvitæki. Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja slökktu síðan í síðustu glæðunum þegar þeir komu á vettvang.
Eldsupptök eru óljós og ekki vitað hvort sjálfsíkveikja varð í tunnunni eða hvort eldur var borinn að henni. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson