Eldur í sorpgámi við Stekk en ekki Stekk!!!
Eldur kom upp í sorpgámi við tjaldstæðið Stekk í Njarðvík nú síðdegis. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var fljótt á staðinn, enda tjaldstæðið spölkorn frá slökkvistöðinni.Laganna verðir fóru hins vegar hálfgerðar villigötur í útkallið, því þeir brunuðu á götuna Stekk, sem er á Fitjum. Það leystist allt farsællega.