Eldur í slippnum í Njarðvík

Silja Dögg Gunnarsdóttir var á vettvangi og tók eftirfarandi myndir.
Þegar eldurinn kveiknaði voru menn við vinnu í bátnum. Þeir komust allir út ómeiddir skömmu seinna. Ekki er enn vitað um upptök eldsins.
Mikinn reyk leggur yfir vinnusvæðið og Njarðvíkurhverfi. Lögreglan hefur lokað vettvangi því í skýlinu eru gaskútar og fleiri eldfim efni, sem hætta stafar af.