Eldur í skúr
Eldur kom upp í skúr sem unnið var að endurbótum á við Fitjabraut í Njarðvík á föstudag. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað til ásamt lögreglu.
Slökkviliðsmenn voru fljótir að ráða niðurlögum eldsins en ljóst er að skúrinn er nokkuð skemmdur eftir brunann.
Meðfylgjandi ljósmyndir á vettvangi tók Sigfús Aðalsteinsson.