Eldur í skorsteini við Heiðargil
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað að íbúðarhúsi við Heiðargil í Keflavík síðdegis á mánudag. Eldur logaði í skorsteini hússins.
Slökkviliðsmenn réðust gegn eldinum ofan af þaki. Fyrst var sprautað úr slökkvitækjum niður með skorsteininum og í framhaldinu var vatni dælt niður á eldinn. Víkurfréttir hafa ekki upplýsingar um tjón.
Myndin var tekin þegar slökkviliðsmenn voru að störfum á þakinu við skorsteininn.