Eldur í sagi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Lítilsháttar eldur varð laus í sagi í lyftustokk sem verið var að vinna við í flugstöðinni laust eftir hádegi í dag. Eldurinn var fljótt slökktur en nokkurn reyk lagði um hluta rishæðar og komusal á jarðhæð og voru þau svæði rýmd í skamma stund. Slökkvilið Keflavíkurflugvallar kom fljótt á staðinn og reykræsti. Atvikið hafði ekki áhrif á þjónustu við farþega í flugstöðinni.