Eldur í rusli
Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja barst tilkynning um að kviknað væri í húsi á Vatnsleysuströnd í gær. Í ljós kom að kveikt hafði verið í rusli í grennd við húsið.Aukalið var kallað á vettvang þar sem tilkynningin var þess eðlis að nauðsynlegt þótti að hafa viðbótarmannskap til taks. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem var ekki mikill þegar til kom.Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri B.S., vill benda fólki á að óheimilt er að kveikja í rusli og öðru dóti, nema með tilskyldu eyfi frá Brunavörnum Suðurnesja og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.Að öðru leyti var vikan fremur róleg hjá B.S. Alls voru 23 útköll, þar af 19 vegna sjúkraflutninga en engin vegna alvarlegra slysa.