Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í rafmangstöflu
Fimmtudagur 7. júní 2007 kl. 09:39

Eldur í rafmangstöflu

Tilkynnt var um eld í íbúðarhúsnæði á Vatnsleysuströnd í seint í gærkvöld. Um var að ræða eld í rafmagnstöflu sem íbúar höfðu náðu að slökkva með slökkvitæki áður en lögregla og slökkvilið komu á vettvang.
Ung stúlka á reiðhjóli lenti í gærmorgun utan í bíl er hún kom hjólandi  eftir gangstétt á Vesturgötu í Keflavík en bifreiðinni var bakkað út úr stæði.  Stúlkan hlaut minniháttar mar en slapp blessunarlega við alvarlegri meiðsl.
Þá voru skráningarnúmer tekin af tveimur bifreiðum þar sem eigendur þeirra voru ekki búnir að greiða tryggingar. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir umferðarlagabrot.  Einn fyrir of hraðan akstur og hinn fyrir að virða ekki biðskyldumerki.


Mynd/Þorgils: Betur fór en á horfðist þegar eldur kviknaði í rafmangstöflu í þessu húsi á Varnsleysuströnd í gær.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024