Eldur í raðhúsi
Laust fyrir klukkan 10 í gærkvöld var tilkynnt til lögreglunnar að eldur væri laus í raðhúsi við Heiðarbraut í Grindavík. Reykkafarar frá slökkviliði Grindavíkur fóru inn í húsið og fundu engan þar inni. Reyndist húsið hafa verið mannlaust frá því um kvöldmatarleytið. Mestar skemmdir virtust vera í eldhúsinu. Lögreglan rannsakar eldsupptök.