Eldur í potti í nótt
Betur fór en á horfðist þegar eldur kviknaði út frá potti í húsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt. Var lögregla kvödd á staðinn um þrjúleytið.
Þarna hafði karlmaður á fertugsaldri verið að elda sér mat og kviknað í olíu í pottinum við eldamennskuna. Maðurinn setti eldvarnarteppi yfir pottinn og skaut einni gusu úr duftslökkvitæki að honum og slokknaði þá eldurinn. Slökkviliðið reykræsti húsnæðið, sem slapp án skemmda, en potturinn var gjörónýtur.