Eldur í ónýtri rútu í Helguvík
Tilkynnt var til lögreglu að vörubifreið hafi verið ekið eftir Reykjanesbraut áleiðis til Keflavíkur og hafi jarðvegur fokið af palli hennar og yfir bifreið sem ekið var í gagnstæða átt. Ekki er vitað hvaða vörubifreið á hlut að máli en töluverðar lakkskemmdir urðu á bifreiðinni. Nokkuð hefur borið á því að vörubifreiðastjórar gangi ekki nægjanlega vel frá farmi og noti ekki yfirbreiðslur. Vörubifreiðastjórar verða að taka sig á í þessum efnum að sögn lögreglu.
Þá voru tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist sá sem hraðar ók vera á 125 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.
Einn ökumaður var kærður fyrir að vera með útrunnin ökuréttindi og einn var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot.
Klukkan fjögur í nótt var slökkviliðið kallað að Helguvík en þar var eldur í ónýtri rútu á ruslahaug. Slökkti slökkviliðið eldinn og varð ekki tjón af.
Vf-mynd úr safni
Þá voru tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist sá sem hraðar ók vera á 125 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.
Einn ökumaður var kærður fyrir að vera með útrunnin ökuréttindi og einn var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot.
Klukkan fjögur í nótt var slökkviliðið kallað að Helguvík en þar var eldur í ónýtri rútu á ruslahaug. Slökkti slökkviliðið eldinn og varð ekki tjón af.
Vf-mynd úr safni